Leiruviður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leirviður í Kannur á Indlandi.

Leiruviður (e. mangroves) eru tré sem vaxa við sjávarströnd eða í ísöltu vatni en þau eru einu trén sem eru fær um að vaxa í söltu vatni (e. halophytes). Leiruviður vex víða í hitabeltinu og heittempraða beltinu en mest er af þeim í Indonesíu, trén eru ekki frostþolin en þola þó 5°C hita[2].

Leiruviður geta byggt upp mikilvægt vistkerfi sem kallast leiruviðarskógar (e. mangals). Þeir vaxa við strendur þar sem mikið er af sand- og leðjufjörum og skjól er fyrir mesta öldugangi sjávar[3].

Rætur trjánna er eini partur þeirra sem liggur undir sjó og geta þær náð mikilli stærð. Ræturnar safna saman sandi og leðju og hægja þannig á vatnsflæði á svæðinu. Með þessu vernda skógarnir strandlengjuna frá rofi[4].

Trén búa undir mikilli nauðsynlegri aðlögunarhæfni, en miklar breytingar geta verið á umhverfisaðstæðum á milli flóðs og fjöru. Jarðvegurinn sem þessi tré búa við er ekkert sérstaklega næringarmikill en rætur þeirra geta tekið upp lofttegundir beint úr andrúmsloftinu. Þessar lofttegundir eins og köfnunarefni eru geymdar í rótunum og getur tréð unnið úr þeim jafnvel á meðan flóð er og rætur undir sjávarmáli[1].

Leiruviður eru um 110 tegundir og má þar nefna Sonneratia sp, Avicennia sp og Bruguiera sp. Allt eru þetta tegundir sem vaxa í söltu vatni. Hins vegar er ættbálkur leiruviðs Rhizophora og ættu því tré úr þeim ættbálk mögulega einungis að vera kölluð leiruviður.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem trén lifa við aðstæður sem eru ekki bestu skilyrði fyrir fræ til að spíra og koma sér á fót þá hafa þau þróað með sér góða aðferð til fjölgunar. Fræin spíra og verða að plöntu á meðan þau eru föst við móðurtréð. Plantan stundar ljóstillífun á meðan móðurtréð skaffar því vatni og nauðsynlegri næringu. Fræ leiruviðs geta einnig flotið, það getur þá verið ansi lengi á "sundi" áður en það finnur sér stað til að spíra á[5].

Notkunargildi[breyta | breyta frumkóða]

Leiruviðarskógar eru taldir vera góð líffræðileg vörn gegn ákveðnum mögulegum náttúruhamförum gegn mannkyninu eins og flóðbylgjum, fellibyljum eða óveðri. Ástæðan fyrir því er að þessir skógar geta dregið úr slíkum náttúrukröftum. Dæmi er um að þorpið Naluvedapathy í Indlandi hafi sloppið ótrúlega vel frá flóðbylgju en þar fyrir var leiruviðarskógur[6].

Þessi vistkerfi eru einnig uppeldisstöðvar mikilvægra sjávardýra. Dæmi um það eru rækjur og krabbar. Þá er einnig nóg af ólífrænum og lífrænum næringarefnum til staðar sem hafa verið notuð í fæðu fyrir kindur[7].

Verndun[breyta | breyta frumkóða]

Rækjueldi er einn helsti óvinur leiruviðarskóga en talið er að um 3.000.000 hektara af votlendi hafi tapast vegna þeirra. Þá eru leiruviðarskógar nokkur hluti af þessum 3.000.000 hekturum. Talið er að um 1/5 af leiruviðarskógum hafi tapast síðan 1980. Nú hefur á nokkrum stöðum í heiminum verið farið í það að planta aftur þessum skógum og reynt að koma þeim á fót[8] Geymt 21 september 2017 í Wayback Machine.

Aðlögun umhverfis[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem umhverfi leiruviðar er ekki ákjósanlegt fyrir flestar plöntur þurfa trén að aðlagast aðstæðum. Vatnið sem trén taka upp er salt og þurfa þau því að taka það upp gegn osmósuþrýsting. Til þessa að vinna gegn þessum neikvæða osmósuþrýsting, þá mynda þau neikvæðan vatnsþrýsting (e. negative hydrostatic pressure). Leiruviður hefur þróað með sér aðferðir til þess að vera saltþolnar. Meðal annars að sía salt frá rótum og laufum en þrátt fyrir þann eiginleika er meira magn af klór og natríum jónum í vefjum þeirra en öðrum jurtum. Það er mismunandi eftir tegundum hvernig leiruviður losar sig við salt en það er þó nauðsynlegt til þess að hindra ekki virkni ensíma. Til þess að vernda ensímin er salt geymt í safabólum (e. vacuoles). Þá eru saltkirtlar (e. salt glands) í laufum sem losa leiruviðin við salt[9].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [1]