Leikmannabiblía
Útlit
Leikmannabiblía eða Biblia Laicorum er kristnifræðibók sem Guðbrandur Þorláksson þýddi úr þýsku eftir verki Johanns Aumanns frá Saxlandi og prentaði á Hólum árið 1599. Guðbrandur keypti 27 tréskurðarmyndir frá Þýskalandi til að nota í bókina og fleiri bækur sem hann lét prenta. Bókin er mjög fágæt. Hún er spurningakver sem fylgir Fræðunum minni eftir Lúther.