Leikmáti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikmáti, leikjaframvinda eða spilun (e. gameplay) er hvernig spilari fer í gegnum leik og þá sér í lagi tölvuleik. Leikmáti er það mynstur sem myndast með leikreglum, samskiptum milli spilara og leiks, hvernig spilari tekst á við áskoranir og viðfangsefni leiks og hvernig spilari tengist leikfléttu og söguþráð. Leikmáti nær yfir það sem spilari getur gert í leiknum, að hverju er stefnt og hvernig spilari getur stillt og breytt leiknum.[1] Leikmáti eða leikjaframvinda tengist ekki hvernig leikur lítur út heldur hvernig hann spilast, hver spilari vinnur með reglur leiksins og hvaða reynsla áskoranir og valkostir í leiknum bjóða. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Djaouti, Damien; Alvarez, Julian; Jessel, Jean-Pierre; Methel, Gilles; Molinier, Pierre (2008). „A Gameplay Definition through Videogame Classification“. International Journal of Computer Games Technology (enska). 2008: 1–7. doi:10.1155/2008/470350. ISSN 1687-7047.
  2. Jesper Juul, „Gameplay“. www.jesperjuul.net. Sótt 27. september 2019.