Leikjavél
Útlit
Leikjavél er hugbúnaður sem styður við þróun tölvuleikja. Leikjavél er hugbúnaðarrammi sem hægt er að byggja þróun tölvuleiksins á. Grunnvirkni leikjavélar er myndsetning fyrir tvívíðar eða þrívíðar myndir eftir atvikum, eðlisfræðivél eða árekstrarskynjun, hljóð, kvikun, netvirkni og skriftun. Með því að nota sömu leikjavélina aftur og aftur er hægt að draga verulega úr vinnu við þróun tölvuleikja.
Hugtakið leikjavél var fyrst notað á 10. áratug 20. aldar í samhengi við fyrstu persónu skotleiki frá id Software: Doom og Quake.