Fara í innihald

Leiðsögumaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Leiðsagnari)

Leiðsögumaður (leiðsagi, leiðsagnari, leiðsagnarmaður eða láðmaður) er maður sem annaðhvort vísar manni um vegleysur eða leið sem viðkomandi hefur ekki farið áður (t.d. yfir heiði eða fjall) eða fylgir fólki um slóðir lands og vísar í söguna sem tengist því landslagi sem ber fyrir augum. Leiðsögumaður á sjó nefnist lóðs eða lóss og hlutverk hans er að vísa skipum framhjá skerjum og grynningum og tryggja því skipi sem hann fylgir áfallalausa leið í höfn.

Helsta viðfangsefni leiðsögumanna er að fylgja ferðamönnum um landið, fara með þá á merka staði og segja frá landi og þjóð. Leiðsögumenn þurfa meðal annars að miðla fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta og gera það yfirleitt á tungumáli viðkomandi. Starf leiðsögumanna getur verið fjölbreytt og er mismunandi eftir vinnuveitendum þeirra, en leiðsögumenn vinna til dæmis hjá ferðaskrifstofum, söfnum, hvalaskoðunarfyrirtækjum og opinberum stofnunum. Mannleg samskipti eru stór hluti af starfi leiðsögumanna en þeir þurfa til dæmis að taka á móti erlendum ferðamönnum og ferðast með einstaklinga og hópa um landið. Einnig þurfa leiðsögumenn að vera í samskiptum við starfsfólk á ferðaskrifstofum, hjá rútufyrirtækjum, hótelum, landverði, skálaverði, bílstjóra og starfsfólk þjónustustaða.

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Menntun leiðsögumanna hefur farið fram aðallega í Leiðsöguskóla Íslands (í MK) og Endurmenntun Háskóla Íslands [1]

Starfsheitið leiðsögumaður hefur ekki verið lögverndað en breyting gæti orðið á því. Með frumvarpi á Alþingi er lagt til að starfsheitið leiðsögumaður ferðamanna verði lögverndað: Rétt til að kalla sig leiðsögumann ferðamanna hefur sá einn sem til þess hefur leyfi Ferðamálastofu. Sama á við um erlend starfsheiti sömu merkingar. Leyfi má aðeins veita þeim sem lokið hafa leiðsögunámi hérlendis sem uppfyllir kröfur námskrár um leiðsögunám frá því ráðuneyti sem fer með fræðslumál og þeim sem hafa haft leiðsögu ferðamanna hérlendis að aðalstarfi í samanlagt þrjú ár, enda sýni þeir með hæfnisprófi að þeir búi yfir þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ljúka leiðsögunámi. [2]

Formaður Félags leiðsögumanna hefur gagnrýnt léleg launakjör stéttarinnar: Þetta er náttúrulega láglaunstarf og það er svolítið erfitt að fara að mennta sig í þessu og henda einhverjum hundruðum þúsunda í það og fá síðan varla umbun þegar þú kemur út á vinnumarkaðinn.[3]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Félag leiðsögumanna

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hvernig verð ég leiðsögumaður? Geymt 10 júní 2017 í Wayback Machine Áttavitinn. Skoðað 14. mars, 2016.
  2. Frumvarp til laga um leiðsögumenn ferðamanna Alþingi. Skoðað 14 mars. 2016
  3. Fleiri undanþágubeiðnir fyrir leiðsögumenn Rúv. skoðað 14. mars, 2016.