Leiðarþing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leiðarþing eða leiðir voru héraðsþing sem haldin voru á miðöldum að loknu alþingi, oftast á sama stað og vorþingið hafði verið haldið, og var tilgangurinn sá að gefa íbúum hvers héraðs nokkurs konar skýrslu um það sem fram hafði farið á Öxarárþingi.

Á þjóðveldisöld voru það goðar sem héldu leiðarþingin en síðar féll það í hlut sýslumanna og sögðu þeir þar frá dómum, lagabreytingum og öðrum nýmælum. Leiðarþingin hafa líklega lagst af að mestu á 15. öld.