Klapparmáfur
Útlit
(Endurbeint frá Larus cachinnans)
Klapparmáfur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Klapparmáfur
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Larus cachinnans Pallas, 1811 |
Klapparmáfur (fræðiheiti Larus cachinnans) er máfategund. Hún þekkist á gulgrænum löppum, sterklegum goggi, dökkgráu baki, svörtum vængendum, litlum hvítum blettum og rauðum hring kringum augu. Klapparmáfur sást fyrst á Íslandi í Arnarnesvogi árið 1995. Sitjandi klapparmáfur líkist sílamáfi en fætur sílamáfs eru appelsínugulari og bak hans dekkra. Á flugi líkist klapparmáfur silfurmáfi en bak silfurmáfs er ljósara og hvítir blettir stærri.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- BirdLife International (2017) Species factsheet: Larus cachinnans. Hlaðið niður frá http://www.birdlife.org þann 04/12/2017.
- Klapparmáfur finnst hérlendis (Mbl. apríl 1995)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist klapparmáf.
Wikilífverur eru með efni sem tengist klapparmáf.