Lanyu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lanyu.

Lanyu er lítil eldfjallaeyja suðaustur af Tævan. Eyjan er aðeins 45 km² að stærð og íbúar eru um 5000. Hún myndar sveitarfélagið Lanyu í Taitung-sýslu í Lýðveldinu Kína. Bashi-sund skilur milli eyjarinnar og eyjunnar Batanes sem er hluti Filippseyja.

Á eyjunni bjuggu upprunalega Taóar en ekki Kínverjar einsog í stærstum hluta Taívan. Taóar eru taldir hafa komið til eyjunar fyrir 800 árum frá Batan. Taóar kalla sjálfir eyjuna Ponso no Tao sem er þýtt „Eyja manna“. Annað heiti sem Taóar hafa yfir eyjuna er Irala.

Á Filipseyjum er eyjan oft kölluð Botel Tobago.

Á eyjunni var reist geymsla fyrir kjarnorkuúrgang árið 1982 án samráðs við íbúa. Geymslan tekur við úrgangi frá öllum þrem kjarnorkuverum Taívan á vegum orkufyrirtækisins Taipower. Um 100 000 tunnur af kjarnorkuúrgangi eru geymdar þar. Árið 2002 og aftur 2012 voru mikil mótmæli frá íbúunum þar sem þess var krafist að úrgangurinn væri fjarlægður frá eyjunni.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.