Fara í innihald

Langa-Edda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Langa-Edda (AM 738 4to) er íslenskt pappírshandrit frá um 1680. Handritið er alls 135 blöð og geymir efni úr Snorra-Eddu og kvæði, meðal annars eddukvæði, rúnakvæði og Aldarhátt Hallgríms Péturssonar. Nokkrar vísur í handritinu eru skrifaðar með villuletri, meðal annars stutt ástarvísa ónafngreinds skálds.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Margrét Eggertsdóttir. "Langa-Edda." 66 Handrit úr förum Árna Magnússonar. Bls. 44-49