Fara í innihald

Landsbjörg, landssamtök björgunarsveita

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landsbjörg, landssamtök björgunarsveita voru landssamtök hjálparsveita og flugbjörgunarsveita sem urðu til við sameiningu Landssambands hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita 28. september 1991. Formaður samtakanna var kjörinn Ólafur Proppé. Nokkrar deilur spunnust milli Slysavarnafélags Íslands og nýju samtakanna vegna einkunnarinnar „landssamtök björgunarsveita“ þar sem innan Slysavarnafélagsins voru þá 94 björgunarsveitir en innan landssamtakanna aðeins 28 samkvæmt Slysavarnafélaginu.

Árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg og urðu Slysavarnafélagið Landsbjörg.