Fara í innihald

Hámeri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lamna nasus)
Hámeri

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur: Fasttálknar (Elasmobranchii)
Yfirættbálkur: Selachimorpha
Ættbálkur: Lamniformes
Ætt: Hámeraætt (Lamnidae)
Ættkvísl: Lamna
Tegund:
L. nasus

Tvínefni
Lamna nasus
(Bonnaterre, 1788)
Staðfest (dökkblá) og grunað (ljósblátt) útbreiðslusvæði hámerar
Staðfest (dökkblá) og grunað (ljósblátt) útbreiðslusvæði hámerar
Samheiti

Lamna philippii Perez Canto, 1886
Lamna punctata Storer, 1839
Lamna whitleyi Phillipps, 1935
Oxyrhina daekayi Gill, 1861
Selanonius walkeri Fleming, 1828
Squalus cornubicus Gmelin, 1789
Squalus cornubiensis Pennant, 1812
Squalus monensis Shaw, 1804
Squalus nasus Bonnaterre, 1788
Squalus pennanti Walbaum, 1792
Squalus selanonus Leach, 1818

Hámeri (fræðiheiti: Lamna nasus) hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanar veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á handfæri og í net. Hámeraveiðar hafa lítið verið stundaðar á Íslandsmiðum. Þó fóru þær fram frá Tálknafirði og Patreksfirði á árunum 1959-1962 á 2,5-4 tonna trillum. Veitt var á línu og var veiðisvæðið undan Látrabjargi, Blakk og Kóp á tímabilinu frá því í lok ágúst til loka október. Í Evrópu eru veidd að minnsta kosti 2 þúsund tonn af hámeri árlega. Það er talin vera ofveiði en hámeri mun vera ofveidd alls staðar þar sem veiðar eru stundaðar.

  1. Rigby, C.L.; Barreto, R.; Carlson, J.; Fernando, D.; Fordham, S.; Francis, M.P.; Herman, K.; Jabado, R.W.; Liu, K.M.; Marshall, A.; Pacoureau, N.; Romanov, E.; Sherley, R.B.; Winker, H. (2019). Lamna nasus. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2019: e.T11200A500969. doi:10.2305/IUCN.UK.2019-3.RLTS.T11200A500969.en. Sótt 12. nóvember 2021.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.