Laertes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laertes (forngríska: Λαερτιάδης eða Λαέρτης) var í grískri goðafræði sonur Arkeisíosar og Kalkomedúsu. Hann var faðir Ódysseifs og Ktímenu en móðir þeirra var Antíkleia, dóttir Átolýkoss. Laertes var meðal Argóarfaranna og tók þátt í að veiða kalydóníska göltinn. Laertes er sagður konungur Kefallenumanna. Konungdæmið náði yfir Íþöku og nærliggjandi eyjar og ef til vill nærliggjandi sveitir á meginlandinu.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.