La traviata
La Traviata er ópera í þremur þáttum eftir Giuseppe Verdi, frumflutt árið 1853. Leiktextinn er byggður á leikgerð skáldsögunnar ''Kamelíufrúin'' eftir Alexandre Dumas yngri. Heitið La Traviata má þýða sem „hin bersynduga“ eða „hin afvegaleidda“.
1. þáttur
[breyta | breyta frumkóða]Violetta Valéry er fræg fylgikona í París sem heldur veislu til að halda upp á að hún hafi verið að ná sér eftir veikindi. Í þeirri veislu hittir hún verðandi elskhuga sinn, Alfredo Germont, en hann hefur verið hrifinn af henni í eitt ár. Henni var sagt að Alfredo hafi komið á hverjum degi á meðan hún hafi verið veik og það leyni sér ekki hversu mikið hann dái hana. Síðan kemur Alfredo aftur og verður beðinn að flytja drykkju ræðu, hann neitar en að lokum byrjar á hann á „Libiamo, ne' lieti calici“ eða „Drykkjulaginu“. Eftir það ætla allir gestir að fara í dansalinn og dansa. En þá fær Violetta verki hún segist koma fljótlega og segir gestunum að byrja dansleikinn án hennar. Alfredo verður eftir og saman syngja þau tvísönginn „Un dì felice, eterea“ Alfredo segir elskar hana mikið en Violetta segist bara geta boðið honum vináttu. Síðan segir hún það er nóg komið af þessari ástarþvælu. Alfredo segir „þá ég fer þá“. Hún eltir hann og gefur honum blóm hann spyr hvað hann ætti að gera við það. Hún svara „þú átt að skila mér því aftur“. Hann spyr hvenær, „Þegar það byrjar að fölna“. Hann verður svo kátur og tjáir henni hvað hann elskar hana mikið hún segir honum að fara koma sér, en þá koma allir gestirnir og segja „það er byrjað að daga við verðum að fara“ og Violetta verður ein eftir og syngur einsöng. Síðan syngur hún aftur frægan aríu um hversu frjáls hún væri en fyrir utan húsið hennar syngur Alfredo um ástina en hún segir að hún geti ekki veið ástfangin en samt líður henni eins og hún sé ástfangin af Alfredo og þannig endar fyrsti þáttur af þessari óperu.