Laâyoune

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Plaza de la Marcha Verde

Laâyoune (magrebarabíska: لعيون, Laʕyūn ; spænska: El-Aaiún; berbíska: Leɛyun; arabíska: العيون al-ʿuyūn, bókst. „uppspretturnar“) er stærsta borg Vestur-Sahara. Spánverjar gerðu hana að höfuðborg Spænsku Sahara árið 1940. Hún er núverandi höfuðstaður héraðsins Laâyoune-Boujdour-Sakia El Hamra undir marokkóskri stjórn. Marokkó hefur farið með stjórn borgarinnar frá því að þeir hernámu svæðið árið 1976. Samtökin Polisario líta á borgina sem hernumda höfuðborg sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara. Íbúar eru tæplega 200 þúsund.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.