Fara í innihald

Lúsíuhellir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lúsíuhellir er hellir í klettum ofan við Krossgerði á Berufjarðarströnd.

Munnmælasaga segir að örnefnið sé tengt Tyrkjaráninu. Sagan er á þá leið að Lúsía hafi verið stúlkubarn að aldri þegar Tyrkir réðust til þrælanáms í Berufirði og hafi hellir þessi orðið henni til bjargar. Stundum fylgir sögunni að þegar Lúsía lá þar í felum hafi Tyrki einn rekið höfðinu inn í hellinn en ekki komið auga á hana, þar eð hún smokraði sér inn í glufu við hliðina á hellismunnanum. Sagt er að Lúsía þessi hafi verið jarðsett utan við Fékamb, sem er hamraveggur við Lúsíuhelli, en ekki í kirkjugarði, þegar ævi hennar lauk.

Ekki finnast þó neinar heimildir þessu til staðfestingar en heldur ekki neinar aðrar heimildir um hví hellirinn er kenndur við Lúsíu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.