Fara í innihald

Lóðpunktur sólar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd.

Lóðpunktur sólar er sá punktur á yfirborði reikistjörnu þar sem Sólin virðist beint fyrir ofan (á hvirfilpunkti). Á þeim stað lenda geislar sólar undir 90° horni miðað við yfirborðið. Það getur líka verið sá punktur þar sem Sólin er næst yfirborði reikistjörnunnar.

Á Jörðinni nefnist staðsetning Sólar miðað við fastastjörnur á himninum á vorjafndægri vorpunktur. Tímahorn miðast við vorpunkt, en þá er lóðpunktur sólar á miðbaug. Vorpunktur annar af skurðpunktum miðbaugs himins og sólbaugs. Haustpunktur nefnist staðsetning sólar miðað við fastastjörnur á himninum á haustjafndægri.

Á jafndægri að vetri á norðurhveli Jarðar er lóðpunkturinn yfir krabbabaug en yfir steingeitarbaug að sumri, og öfugt á suðurhvelinu.

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.