Fara í innihald

Ævintýri Lísu í Undralandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lísa í Undralandi)
Ævintýri Lísu í Undralandi
Myndskreyting sem sýnir Lísu, marshérann og óða hattarann í teboði sem átti ekki að taka enda.
HöfundurLewis Carroll
Upprunalegur titillAlice's Adventures in Wonderland
ÞýðandiÞórarinn Eldjárn (1996)
LandBretland
TungumálEnska
Útgáfudagur
Nóvember 1865
FramhaldÍ gegnum spegilinn 

Ævintýri Lísu í Undralandi eða Lísa í Undralandi (e. Alice's Adventures in Wonderland) er skáldsaga eftir breska heimspekinginn Lewis Carroll. Á frummálinu var hún fyrst gefin út árið 1865.

Bókin er sú fyrsta bókin í bókaröð sem segir frá uppátækjum ungrar stúlku að nafni Lísa, sem hefur ögn frjórra ímyndunarafl en flestir þora að viðurkenna. Sagan er uppfull af þrautum, rökvillum og mótsögnum og öðrum heimspekilegum vangaveltum höfundarins.

Sagt er að sagan um Lísu hafi verið sögð í fyrsta skiptið um borð í árabát, en þar kepptist Carroll við að halda litlum frænkum sínum uppteknum með því að spinna söguna. Þegar sagan var svo skrifuð tók hún á sig nýjar víddir.

  • Dúdúfuglinn
  • Falska skjaldbakan
  • Broskötturinn
  • Hjartadrottningin
  • Hvíta kanínan
  • Tólffótungurinn
  • Lísa (aðalpersóna)
  • Hattarinn

Aðalsögupersóna sögunnar er Lísa, 10 ára gömul stelpa sem ákveður að elta hvíta kanínu í mittisjakka með úr niður um holu í jörðinni, á þeim forsendum að hún myndi þá ekki hafa áhyggjur af því framar að detta niður tröppurnar heima hjá sér, annars vegar, og hins vegar að henni þótti afar forvitnilegt að vita hvers vegna kanínan var að drífa sig svo mikið. Þegar að ofan í holuna er komið rekst Lísa á alls kyns kynjaverur, þar á meðal óðan hattara og hjartadrottninguna, æðsta spilið í spilastokknum, sem hefur einkennilegar nautnir af því að láta afhausa alla þá sem þóknast henni ekki.

Undraland er nafn þessara heims sem hún „datt“ (eða, betur sagt, elti hvítu kanínuna ofan í) í, og sá heimur er kallaður Undraland, út af öllu því sem að er þarna. Til dæmis skælbrosandi köttur, klikkaði hattarinn, gervi skjaldbakan, dúdúfuglinn og hvíta, talandi kanínan í mittisjakkanum.

  • Framhald sögunnar, Í gegnum spegilinn (e. Through the Looking-Glass), byggist á tafli á sama hátt og fyrri sagan byggðist á spilum.