Lífræn meindýravörn
Útlit
(Endurbeint frá Lífræn meindýraeyðing)
Lífræn meindýravörn er meindýraeyðing eða vörn í landbúnaði sem byggir á notkun nytjadýra til að eyða eða hafa hemil á skaðvöldum í ræktun á borð við lýs, maura, illgresi og ýmsa plöntusjúkdóma. Nytjadýrið nærist þá yfirleitt á skaðvaldinum eða notar hann sem hýsil. Lífræn meindýravörn er hluti af samþættum vörnum í garðyrkju.