Biocule

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lífeind)

Biocule eða Lífeind er íslenskt líftæknifyrirtæki var stofnað árið 2001. Lífeind er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í líf- og erfðatækni sem þróar og markaðsetur nýjar aðferðir til að einangra beint, úr flóknum erfðaefnissýnum, DNA sameindir með óeðlilega byggingu. Markmið félagsins er að finna öfluga tækni til að einfalda rannsóknir á flóknum erfðasjúkdómum á Íslandi. Unnið er að markaðsetningu á alþjóðlegum vettvangi þar sem aðferðir félagsins hafa mun víðtækara notagildi.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]