Læsivarðar bremsur
Útlit

Læsivarðar bremsur eða ABS bremsur (e: Anti-lock braking system) er öryggiskerfi í faratækjum sem kemur í veg fyrir að hjól farartækja læsist við hemlun og heldur þannig veggripi án þess að skransa stjórnlaust. ABS bætir stjórn bílsins og minnkar bremsuvegalengd bæði í hálku og á þurrum vegi.
Eftir að ABS varð algengt í fjöldaframleiddum bílum, þá hafa læsivarðar bremsur þróast. Nýlegar útgáfur koma ekki eingöngu í veg fyrir að hjólin læsist, heldur stjórna stafrænt bremsukraftinum í fram- og afturhjólum og hindra að bíllinn skrensi. Þessir möguleikar eru þekktir sem EBD-hemlajöfnun og ESC-stöðugleikakerfi.