Fara í innihald

Hlésey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Læsø)
Þangþökin eru helsta sérkenni eyjarinnar

Hlésey (danska: Læsø) er dönsk eyja í Kattegat, miðja vegu milli Gautaborgar og Friðrikshafnar.

Á Hlésey er enn stunduð saltsuða sem hófst á miðöldum og eyjaskeggjar eru frægir fyrir; það á einnig við um hin annáluðu þangþök. Þang var áður dregið úr sjó og verkað og síðan notað sem efsta þekjulagið á þök bóndabæja. Nefnast slíkir bæir á dönsku: tanggårde.

Hæsti punktur Hléseyjar er Höjsande 28 m og er á norðurhluta eyjarinnar.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.