Lárus Sigurður Lárusson
Útlit
Lárus Sigurður Lárusson (f. 22. ágúst 1976 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og rithöfundur.
Lárus er lögfræðimenntaður og starfar sem lögmaður á Lögfræðistofunni Sævar Þór & Partners. Hann er höfundur bókarinnar Barnið í garðinum sem kom út árið 2021. Bókin er byggð á ævi Sævars Þórs Jónssonar, eiginmanns Lárusar, og segir frá erfiðum uppvexti og kynferðisofbeldi í æsku en einnig upprisu, þroska og vöxt og hvernig hægt er að vinna úr áföllum. Bókin var tilnefnd til Storytell verðlaunanna árið 2022[1].
Lárus var fyrsti stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna. Lárus er giftur Sævari Þór Jónssyni og saman eiga þeir soninn Andra Jón.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þorvaldur S. Helgason (apríl 2022). „Þessi hlutu Íslensku hljóðbókaverðlaunin“. Torg ehf. Sótt Júní 2022.
- ↑ RÚV (2016). „Lárus Sigurður Lárusson“. RÚV. Sótt Júní 2022.