Lárentíus (skólameistari á Hólum)
Útlit
Lárentíus var danskur maður sem var fyrsti skólameistari í Hólaskóla. Hann kom til landsins með Ólafi Hjaltasyni, fyrsta lúterska biskupinum, árið 1552, og var skólameistari í allmörg ár en þó er ekki vitað hve lengi.
Árið 1553 lagði Kristján 3. konungur nokkrar jarðir til uppihalds skólameistaranum og voru það Krossanes, Hóll, Ásláksstaðir, Steinsstaðir, Engimýri, Efstaland og Myrkárdalur. Lárentíus var skólameistari að minnsta kosti fram yfir 1560. Á meðal þeirra nemenda sem hann útskrifaði var Guðbrandur Þorláksson, síðar biskup, og var hann heyrari hjá Lárentíusi áður en hann fór til háskólanáms í Kaupmannahöfn.