Fara í innihald

Lánskjaravísitala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lánskjaravísitala er vísitala sem var í upphafi reiknuð út frá vísitölu neyslu og byggingarvísitölunni - þ.e.a.s. að 2/3 framfærsluvísitölunnar eru lagðir saman við 1/3 af byggingarvísitölunni og þá fékkst út lánskjaravísitalan. Árið 1990 var vísitölunni breytt þannig að þrjár vísitölur giltu jafnt, vísitala neyslu, launavísitala og byggingarvísitala. Árið 1995 var vísitölunni breytt aftur þannig að nú fylgir lánskjaravísitala eingöngu vísitölu neyslu.

Lánskjaravísitala var fyrst reiknuð í júní 1979 á grundvelli laga 13/1979, Laga um efnahagsráðstafanir, sem eru ekki lengur í gildi. Á áttunda áratugnum var óðaverðbólga á Íslandi og lögin voru sett til að minnka verðbólgu.

Lagt hefur verið til að eftirfarandi efnisgrein verði færð yfir í aðra grein undir nafninu Efnahagur Íslands. Ræddu málið á spjallsíðunni

Undir lok áttunda áratugar síðustu aldar voru erlendar skuldir okkar orðnar það miklar að gjaldþrot virtist yfirvofandi, sérstaklega vegna þess hve USA dollar hrapaði mikið í verði, vegna olíukreppunnar og stríðsreksturs USA í öðrum heimshlutum. Íslensku bankarnir voru komnir í erfiðleika vegna rangrar notkunar á þeim litla gjaldeyri sem fyrirtæki okkar seldu fyrir. Og ef við setjum fáeina punkta um árin 1979 - 1985, tel ég að flestir sem eitthvað þekkja til peningamála geti séð í hve miklar ógöngur fjármál okkar voru komin.

Á árinu 1979 framkvæmdar umfangsmiklar breytingar á skráningu lánsfjár, í því augnamiði að auka veltufé bankanna. Þau lög áttu að taka gildi strax, en voru hins vegar ekki sett af stað fyrr en á árinu 1982.

Við árslok 1980 var framkvæmd stórfengleg gengisbreyting á ísl. krónunni, sem tæki gildi frá 01.01. 1981. Þar var verðgildi á 100 kr. 1980, verða að einni nýkrónu við upphaf ársins 1981. Niðurfærsla verðlags og eigna yrði á sama veg.

Á árinu 1982 var sett af stað innheimta verðtryggingar lánsfjár, sem getið hafði verið um í lögum ríkisstjórnar á árinu 1979, sem fékk nr. 13/1979, Lög um efnahagsráðstafanir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.