Kúariða
Útlit
Kúariða (fræðiheiti: Bovine spongiform encephalopathy, BSE) er sjúkdómur í nautgripum sem var fyrst greindur í Bretlandi árið 1986. Meðgöngutími sjúkdómsins er að meðaltali um fimm ár. Einkennin minna á riðu; breytingar á hegðun og skapi og erfiðleikar við hreyfingar. Kúariða er flokkuð með svampheilameinum.
Talið er að breyting í framleiðslu á kjöt- og beinamjöli sem varð í kringum 1980 í Bretlandi hafi gert það mögulegt að smitefni úr sláturúrgangi og hræjum barst í fóður og þannig hafi getað komið upp sýking í nautgripum.