Kólumkilli
Útlit
Kólumkilli eða heilagur Kólumba (7. desember 521 – 9. júní 597) var írskur munkur sem boðaði kristna trú í ríki Pikta snemma á miðöldum. Kólumkilli er einn af tólf postulum Írlands. Írska nafnið Colum Cille þýðir „dúfa kirkjunnar“.[1])
Bókin Sjálfstætt fólk hefst á frásögn um Kólumkilla:
Íslenskar bækur skýra frá því, að hér á landi hafi snemma dvalist vestrænir menn og skilið eftir sig krossa, klukkur og aðra þvílíka gripi, sem notaðir eru til galdurs. Í latneskum heimildum eru þeir menn nafngreindir sem siglt hafi hingað af vestrænum löndum á öndverðum dögum páfadómsins. Hét þeirra fyrirliði Kólumkilli hinn írski, særíngamaður mikill. Í þá daga voru hér landgæði með afbrigðum á Íslandi. En þá er norrænir menn settust hér að, flýðu hinir vestrænu galdursmenn landið, og telja fornrit að Kólumkili hafi í hefndarskyni lagt á þjóð þá hina nýu að hún skyldi í þessu landi aldrei þrífast, og fleira í þeim anda, sem síðar hefur mjög þótt gánga eftir. Laungu síðar snerust norrænir menn á Íslandi frá réttum sið og hneigðust að töfrum óskyldra þjóðflokka. Var þá öllu snúið öfugt á Íslandi, guðir norrænna manna hafðir að spotti, en nýir uppteknir og dýrlíngar, sumir af Austurlöndum, aðrir af Vesturlöndum. Segir sagan að þá hafi Kólumkilla verið reist kirkja í þeim dal er síðar stóð bærinn Albogastaðir í Heiði. | ||
— Sjálfstætt fólk, 1. kafli
|