Kynferðistvíbreytni

Steggur (fremri) og blika andartegundar sem nefnd er einu nafni stokkönd.
Kynferðistvíbreytni (eða kynferðistvímyndun og stundum kallað eingöngu tvíbreytni eða tvímyndun) er það þegar gagnstæð kyn sömu tegundar eru frábrugðin að stærð og/eða útliti. Gott dæmi um kynferðistvíbreytni tegundar er stokköndin, en blákollurinn (stokkandarsteggurinn) er mjög frábrugðin kollunni.