Fara í innihald

Kvenhatur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvenhatur er hatur eða fordómar gegn konum og stúlkubörnum. Kvenhatur felst í því að konur sem hópur eru undirsettar og eru gagnrýndar vegna þess að þær eru konur, ekki vegna þess hvað þær segja eða gera. Birtingarmyndir kvenhaturs er meðal annars mismunun eftir kynferði, kvenfyrirlitning, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg hlutgerving kvenna. Kvenhatur finnst í mörgum goðsögum og trúarbrögðum og í verkum margra áhrifamikilla vestrænna heimspekinga. Innan kynjafræði er kvenhatur talið hugmyndafræði eins og kynþáttahyggja og Gyðingahatur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.