Kubernetes
Kubernetes (oft kallað k8s) er gámastýringakerfi sem notað er í tölvuskýjum til að sjálfvirknivæða, skala og stýra klösum (e. Clusters) af gámum (e. Containers). Kubernetes er opinn hugbúnaður sem var upprunalega hannaður af Google fyrirtækinu en er núna viðhaldið af Cloud Native Computing Foundation. Stefnt er að því að Kubernetes verði vettvangur til að sjálfvirknivæða, skala og starfrækja gáma af notkunarbúnaði (öppum) yfir klasa af hýsingum. Kubernetes vinnur með mörgum gámaverkfærum, þar á meðal Docker. Margar skýjaþjónustur bjóða fram þjónustusvið sem byggir á Kubernetes sem þjónustu (PaaS eða IaaS) þar sem Kubernetes má nýta til að bjóða fram þjónustu. Margir söluaðilar bjóða einnig upp á eigin útgáfur af Kubernetes.
Orðið Kubernetes kemur úr grísku og merkir stýrimaður.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Greinin Kubernetes á ensku Wikipedíu