Krulla
Útlit
Krulla (eða svellkatlaspil [1]) er íþrótt sem leikin er á svelli. Tæplega 20 kílóa granítsteini er rennt eftir svellinu með það að markmiði að koma honum sem næst miðju marksins sem er á hinum enda svellisins. Tvö fjögurra manna lið keppa við hvort annað með að ná sem flestum steinum í miðju marksins.
Reglur
[breyta | breyta frumkóða]Leikurinn skiptist í lotur, liðin skiptast á að byrja loturnar, hver leikmaður kastar tvisvar sinnum og því eru samtals átta steinar sem hvort lið kastar. Það lið sem á flesta steina við miðju marksins vinnur lotuna, hitt liðið fær þá ekki stig.
Leikvöllur
[breyta | breyta frumkóða]
Leikvöllurinn er spegilslétt svell sem er 45,5 metra langt og 4,75 metra breitt.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Nýyrði Björns Jónssonar læknis í Kanada; oft nefndur Bjössi bomm.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Krulla.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist krullu.