Krossavík (Vopnafirði)
Útlit
(Endurbeint frá Krossavík í Vopnafirði)
Krossavík í Vopnafirði er landnámsbær sunnan til í firðinum. Landnámsmaður í Krossavík var Lýtingur Arnbjarnarson. Hann nam Fagradal, Böðvarsdal og bjó í Krossavík.
Einnig nam Eyvindur vopni land á Vopnafirði. Hann nam Vesturárdal allan og bjó í „Krossavík hinni iðri“, eins og stendur í Landnámu, en sá bær heitir nú Syðri-Vík.