Fara í innihald

Kraeiðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kraeiðið er mjótt eiði sem tengir Malakkaskaga við meginland Asíu. Austurhluti eiðisins tilheyrir Taílandi en vesturhlutinn Mjanmar. Vestan við eiðið er Andamanhaf og austan megin er Taílandsflói. Eiðið heitir eftir bænum Kra Buri í Rangonghéraði í Taílandi sem er vestan megin við grennsta hluta þess.

Eiðið er grennst, 44 km breitt, milli ósa Krafljóts og Sawiflóa þar sem taílenska borgin Chumphon stendur.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.