Kröfusamlag
Útlit
Kröfusamlag er þegar tveimur eða fleiri dómkröfum er haldið uppi í sama dómsmáli af sama málsaðila. Skilyrði er að þær séu samkynja eða samrættar, en hið síðarnefnda merkir að þær séu raktar til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Með samkynja er vísað í að þær séu sömu tegundar, svo sem að þær séu báðar/allar kröfur um peningagreiðslur eða þetta sé allt bótakröfur.