Kornsá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Kornsá tekin í september 2022.
Mynd af Lárusi Blöndal sýslumanni sem byggði og bjó að Kornsá.

Kornsá er bær vestanmegin í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Bærinn var reistur árið 1879 af Lárusi Blöndal sýslumanni og var forsmiður bæjarins Björn Jóhannesson.[1] Innan lands bæjarins er tjörnin Kattarauga sem var friðlýst 1975.[2]

Þórdís Ingimundardóttir, dóttir Ingimundar gamla og fyrsti innfæddi Vatnsdælingurinn og Hallormur bjuggu að Kornsá, þeirra sonur var Þorgrímur er síðar varð Kornsárgoði, frillusonur hans var Þorkell krafla, sá er Þórir hafursþjó fóstraði.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://internet.is/sgt/ Geymt 16 mars 2015 í Wayback Machine Sýslumannshúsið að Kornsá
  2. Kattarauga Umhverfistofnun
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.