Kormákur/Hvöt
Kormákur/Hvöt er knattspyrnufélag sem rekið er í samvinnu tveggja félaga í Húnaþingi; Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi) og Ungmennafélagið Kormákur (Hvammstanga). Liðið tók fyrst þátt í bikarkeppni KSÍ árið 2012 og miðast stofnár við það, en frá 2013 hefur liðið leikið í Íslandsmótum KSÍ.
- Af þeim liðum sem tefla fram samstarfsliðum tveggja félaga á Íslandsmóti er hvergi jafn langt á milli varnarþinga og hvergi er jafn langt í vetraræfingaaðstöðu á gervigrasvelli.
- Af öllum liðum sem leika í efstu þremur deildum Íslandsmótsins, og hefur gert í 10+ ár, er Kormákur/Hvöt það eina sem hefur aldrei fallið niður um deild.
Kormákur/Hvöt lék í 4. deild karla árin 2012 til 2021, 3. deild 2022-2023 og 2. deild 2024.
Liðið leikur í bleikum treyjum/svörtum buxum (heima) og hvítum treyjum/rauðum buxum (úti). Helstu styrktaraðilar félagsins eru Kaupfélag Skagfirðinga, Teni Blönduósi, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, VIlko, Ísgel, GN Hópbílar og fleiri fyrirtæki á svæðinu.[1]
Heimavellir
[breyta | breyta frumkóða]Heimavellir liðsins eru Blönduósvöllur og Sjávarborgarvöllur á Hvammstanga. Báðir vellirnir eru grasvellir, sem leiðir til þess að oft þarf að leika fyrstu leiki árinsins á gervigrasvöllum í nágrenninu. Meðalaðsókn á heimaleiki liðsins hafa jafnan verið með því besta í þeim deildum sem liðið leikur hverju sinni,[heimild vantar] en hámarki nær hún á bæjarhátíðum Blönduóss (Húnavaka) og Hvammstanga (Eldur í Húnaþingi).
Heimavellir Kormáks/Hvatar voru lengi óvinnandi vígi, þar sem liðið tapaði ekki leik á Blönduósi eða Hvammstanga í á þriðja ár í kringum árið 2020.
Leikmenn 2024
[breyta | breyta frumkóða]Nafn | Staða | Aldur | Þjóðerni |
---|---|---|---|
Markverðir | |||
Alejandro Boa | Markmaður | 24 | |
Snorri Þór Stefánsson | Markmaður | 19 | |
Uros Ðuric | Markmaður | 31 | |
Varnarmenn | |||
Acai Nauset Elvira Rodriguez | Miðvörður | 33 | |
Anton Ingi Tryggvason | Vinstri bak | 23 | |
Ágúst Friðjónsson | Hægri bak | 27 | |
Egill Þór Guðnason | Hægri bak | 16 | |
Mateo Climent Rodriguez | Vinstri bak | 30 | |
Papa Diounkou Tecagne | Hægri bak | 24 | |
Pétur Orri Arnarson (lán frá Þór A.) | Miðvörður | 17 | |
Sergio Francisco Úolu | Miðvörður | 31 | |
Stefán Freyr Jónsson | Miðvörður | 18 | |
Miðjumenn | |||
Anton Einar Mikaelsson | Miðjumaður | 18 | |
Arnór Guðjónsson | Miðjumaður | 28 | |
Emanuel Nikpalj | Miðjumaður | 26 | |
Haukur Leo Þórðarson (lán frá Þór A.) | Miðjumaður | 17 | |
Ingvi Rafn Ingvarsson | Miðjumaður | 30 | |
Jorge Garcia Dominguez | Miðjumaður | 26 | |
Nökkvi Hjörvarsson (lán frá Þór A.) | Miðjumaður | 18 | |
Sigurður Bjarni Aadnegard | Miðjumaður | 25 | |
Sigurður Pétur Stefánsson | Miðjumaður | 21 | |
Sigurjón Bjarni Guðmundsson | Miðjumaður | 16 | |
Viktor Ingi Jónsson | Miðjumaður | 25 | |
Sóknarmenn | |||
Artur Jan Balicki | Framherji | 25 | |
Atli Þór Sindrason (lán frá Þór A.) | Kantmaður | 18 | |
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson | Kantmaður | 32 | |
Goran Potkozarac | Kantmaður | 31 | |
Haukur Ingi Ólafsson | Framherji | 17 | |
Jón Gísli Stefánsson | Kantmaður | 20 | |
Kristinn Bjarni Andrason (lán frá Þór A.) | Framherji | 18 | |
Ismael Sidibe | Framherji | 27 |
Feitletraðir leikmenn léku allt tímabilið, en leikmenn með skáletrun kláruðu ekki tímabilið með liðinu.
Nafntogaðir fyrrum leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]- Hörður Gylfason - fyrirliði, þjálfari og frumkvöðull. Þekktastur fyrir að hafa verið valinn besti markmaður Tommamótsins 1988.[2]
- Albert "Bibbi í Eyjanesi" Jónsson - leikmaður Kormáks þegar liðið fór fyrst á Íslandsmót 1986, lék sinn síðasta leik 30 árum síðar árið 2016.[3]
- Hlynur Rikk - næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, lék í 11 tímabil með liðinu
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Kormákur/Hvöt – Stolt Húnaþings“. Sótt 19. október 2024.
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - Tommamótið '88 (04.07.1988) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. maí 2022.
- ↑ „Leikmaður - Albert Jónsson“. www.ksi.is. Sótt 27. maí 2022.