Fara í innihald

Konungur Sádi-Arabíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi konungur, Salman bin Abdulaziz al Sád.

Konungur Sádi-Arabíu er einvaldur í Sádi-Arabíu. Hann er bæði þjóðhöfðingi og stjórnarleiðtogi landsins. Hann er auk þess höfuð Sád-ættar. Konungurinn er ávarpaður sem „verndari mosknanna tveggja“ sem vísar til mosknanna Masjid al Haram í Mekka og Al-Masjid an-Nabawi í Medina.

Fyrsti konungur Sádi-Arabíu var Ibn Sád sem endurheimti emírsdæmi fjölskyldunnar í Ríad árið 1902. Hann lagði í kjölfarið héruðin Nejd og Hejaz undir sig. Árið 1921 lýsti hann yfir stofnun soldánsdæmisins Nejd. Árið 1926 var hann hylltur sem konungur Hejaz og gerði Nejd einnig að konungsdæmi skömmu síðar. Árið 1932 voru þessi tvö ríki sameinuð sem konungsríkið Sádi-Arabía.

Konungar Sádi-Arabíu

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn Fæðingar-/dánardagur Tók við embætti Lét af embætti Athugasemdir Ætt Mynd
Ibn Sád
عبد العزيز
15. janúar 1875 –
9. nóvember 1953 (78 ára)
22. september 1932 (57 ára) 9. nóvember 1953
(lést)
Stofnaði ríki með landvinningum Sád Ibn Sád
Sád
سعود
12. janúar 1902 –
23. febrúar 1969 (67 ára)
9. nóvember 1953 (51 árs) 2. nóvember 1964
(steypt af stóli)
Sonur Ibn Sád og Wadhah bint Muhammad bin 'Aqab Sád Sád
Feisal
فيصل
14. apríl 1906 –
25. mars 1975 (68 ára)
2. nóvember 1964 (57 ára) 25. mars 1975
(myrtur)
Sonur Ibn Sád og Tarfa bint Abduallah bin Abdulateef al Sheekh Sád Feisal
Khalid
خالد
13. febrúar 1913–
13. júní 1982 (69 ára)
25. mars 1975 (62 ára) 13. júní 1982
(lést)
Sonur Ibn Sád og Al Jawhara bint Musaed bin Jiluwi Sád Khalid
Fahd
فهد
16. mars 1921 –
1. ágúst 2005 (84 ára)
13. júní 1982 (61 árs) 1. ágúst 2005
(lést)
Sonur Ibn Sád og Hussa bint Ahmed Al Sudairi Sád Fahd
Abdúlla
عبد الله
8. janúar 1924–
23. janúar 2015 (90 ára)
1. ágúst 2005 (81 árs) 23. janúar 2015
(lést)
Sonur Ibn Sád og Fahda bint Asi Al Shuraim Sád Abdúlla
Salman
سلمان
31. desember 1935 23. janúar 2015 (79 ára) Í embætti Sonur Ibn Sád og Hussa bint Ahmed Al Sudairi Sád Salman