Fara í innihald

Kona (breiðskífa)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kona er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens sem kom út 6. júní 1985. Hún er bæði fyrsta edrúplata Bubba sem og fyrsta skilnaðarplata hans, en hann gerði hana eftir skilnað sinn við Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur ljósmyndara. Á Konu syngur Bubbi bæði um skilnað sinn við Ingu Sólveigu og dópneyslu sína sem hann fór í meðferð fyrir 15. janúar 1985 eða 13 dögum eftir að vinnsla á Konuplötunni hófst.

  1. Frosin gríma
  2. Talað við gluggann
  3. Kona
  4. Söngurinn hennar Siggu
  5. Seinasta augnablikið
  6. Rómeó og Júlía
  7. Eina nótt í viðbót
  8. Systir minna auðmýktu bræðra
  9. Sandurinn í glasinu
  10. Spegillin í bréfinu

Á sérútgáfu plötunar sem kom út 6. júní 2006 bættust eftirfarandi lög og upptökur við:

  • 11. Kona (Upptaka frá afmælistónleikum á Hótel Borg 6. júní 1986)
  • 12. Talað við gluggann (Upptaka frá afmælistónleikum á Hótel Borg 6. júní 1986)
  • 13. Rómeó og Júlía (Upptaka frá afmælistónleikum á Hótel Borg 6. Júní 1986)
  • 14. Systir minna auðmýktu bræðra (Upptaka frá afmælistónleikum á Hótel Borg 6. júní 1986)
  • 15. Dylan 2 (ónotuð upptaka, taka 2, hljóðversupptaka frá janúar 1985)

16. Hvernig hún kyssir mig (kassetudemó, hljóðversupptaka frá janúar 1985)

Seinasta augnablikið (ónotuð upptaka, hljóðversupptaka frá janúar 1985)