Fara í innihald

Kolyma (fljót)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolyma er fljót í Rússlandi, í NA-Síberíu. Kolyma er 2129 km á lengd og þar af er fljótið skipgengt um 2000 km. Vatnasvið: 644.000 km².

Kolyma kemur upp í Kolymafjöllum, rennur til norðausturs og fellur í A-Síberíuhaf. Við fljótið voru frægar fangabúðir (gúlag). Gullnám er stundað í dölum við efri hluta Kolymu, og voru fangar látnir starfa í námunum á árum áður.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.