Kollgátan
Útlit
Kollgátan var spurningaþáttur á RÚV árið 1985 undir stjórn Illuga Jökulssonar. Sýndir voru sjö þættir, þar sem átta einstaklingar kepptu með útsláttarfyrirkomulagi. Fyrsti þátturinn var sýndur laugardagskvöldið 2. febrúar en úrslitin fóru fram 20. apríl. Stjórn upptöku var í höndum Viðars Víkingssonar
Keppnisfyrirkomulagið var á þá leið að sömu spurningar voru lagðar fyrir báða keppendur. Spurningarnar voru sex talsins, hver með þremur vísbendingum og gátu gefið tíu, fimm eða tvö stig. Engir áhorfendur voru í stúdíói við upptöku þáttanna.
Viðureignir
[breyta | breyta frumkóða]1.umferð:
- Ólafur B. Guðnason vann Árna Bergmann
- Aðalsteinn Ingólfson vann Egil Helgason
- Stefán Benediktsson vann Önnu Ólafsdóttur Björnsson
- Vilborg Sigurðardóttir vann Ævar Kjartansson
Undanúrslit:
- Ólafur B. Guðnason vann Aðalstein Ingólfsson
- Vilborg Sigurðardóttir vann Stefán Benediktsson
Úrslit:
- Ólafur B. Guðnason vann Vilborgu Sigurðardóttur