Fara í innihald

Kokteill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kokteill (kokkteill eða hanastél) er vínblanda, þ.e. blandaður drykkur þar sem uppistaðan er sterkt áfengi af hinum ýmsu gerðum. Kokteilar eru oft skreyttir og skrautið oft viðbit með drykknum, s.s. ólífur eða límónusneið. Orðið kokteill er stundum einnig haft um kokteilboð í óformlegu máli.

Íslenskun á orðinu kokteill[breyta | breyta frumkóða]

Það hefur lengi verið reynt að finna orð til að hafa um það sem á ensku er nefnt cocktail. Menn hafa jafnvel reynt að stinga upp á hljóðlíkingu: kokdillir. Það er þó meira notað í hálfkæringi en alvöru. Milska var nýyrði sem menn fundu upp á um 1960. Milska er gamalt orð og haft um drykkjablöndu (mjöð og öl), og var því cocktail shaker nefndur milskuhristir um þær mundir, t.d. í bókinni: Könnun geimsins. Íslenska orðið hanastél, sem er bein þýðing á yfirborði enska orðsins, hefur mest verið notuð, en einnig kokteill og kokkteill.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.