Fara í innihald

Klingon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Klingonar er tilbúinn þjóðflokkur stríðsmanna sem búinn var til fyrir Star Trek heiminn. Þeir komu margoft fram sem illmenni í upprunalegu Star Trek þáttaröðinni (Star Trek: The Original Series) og öllum fimm ótengdu framhaldsþáttaröðunum auk sjö kvikmynda.

Klingonar voru þróaðir af handritshöfundinum Gene L. Coon, Klingonar voru manngervingar, dökkir á hörund með litla virðingu, ætlaðir sem táknsaga um kaldastríðið sem að þá var í fullum gangi. Með auknu fjármagni til förðunar og tæknibrellna, voru Klingonarnir algjörlega endurhannaðir í kvikmyndinni Star Trek: The Motion Picture árið 1979. Í seinni myndum og ótengdu framhaldþáttaröðinni Star Trek: The Next Generation, voru hernaðarlegir þættir Klingona bættir með aukinni virðingu og strangari reglur í hernaði.

Einn þeirra þátta sem búinn var til fyrir nýju Klingonana var Klingonska.