Kleinudagurinn
Kleinudagurinn var haldinn í fyrsta sinn þann 10. nóvember árið 2021.[1]
Í tilkynningu sem send var á íslenska fjölmiðla kemur fram að alþekkt sé í nágrannalöndum Íslands að vinsælt bakkelsi og aðrir réttir eigi sér sérstakan dag, á borð við Kanilsnúðadaginn(sv) í Svíþjóð og pönnukökudaginn í Danmörku. Var jafnframt bent á að kleinan sé ekki síður mikilvæg íslenskri þjóðmenningu og því tilvalið að fagna henni með sams konar degi.[1]
Dagsetningin sjálf var í sömu tilkynningu sögð hafa orðið fyrir valinu þar sem Íslendingar fagni bolludeginum og fjölmörgum öðrum dögum á vorönn en að fáir slíkir dagar væru að hausti. Þegar haustlægðirnar dynji á sé notaleg tilhugsun að hittast með fjölskyldunni og steikja kleinur, en dagurinn megi þó ekki vera svo seint að hann keppi við laufabrauðsgerðina.[1]
Á Instagram-síðu[2] helgaðri kleinudeginum kemur fram að fjallað hafi verið um kleinudaginn í Morgunvaktinni á Rás 1, í hádegisfréttum RÚV[3], í Popplandi á Rás 2 og í Síðdegisútvarpinu á Rás 2[4].
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Kleinudeginum fagnað í dag“. www.mbl.is. Sótt 15. desember 2021.
- ↑ „Kleinud.2022 = @kleinudagurinn“. www.instagram.com (enska). Sótt 20. febrúar 2023.
- ↑ „Fréttir kl.12:20 - Hádegisfréttir 10. nóvember 2022 | RÚV Útvarp“. www.ruv.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. febrúar 2023. Sótt 20. febrúar 2023.
- ↑ www.ruv.is https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825/7h2id9/dagur-kleinunnar. Sótt 20. febrúar 2023.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp)