Klasabreyta
Klasabreyta er breyta sem fylgir tilteknum klasa en ekki tilviki hans. Í öllum tilfellum er einungis til eitt eintak af klasabreytu. Gildi breytunnar fylgir klasanum án tillits til hversu mörg tilvik eru til af klasanum sjálfum.
Klasabreytur nota ekki tilvik til að útfæra erfðir. Af því að klasabreyta fylgir klasanum þá er hægt er að fá aðgang að henni beint í gegnum klasann, en ekki gegnum tilvik hans. Fyrst verður að skilgreina klasa í smið áður en breytan sjálf er skilgreind.
Allir eiginleikar klasa, og tilvika hans, eru geymdir í klasabreytunni. Klasabreytur eru notaðar til samskipta milli hluta í sama klasa eða til að hlutir geti fylgst með upplýsingum um ástand mála.
Eftirfarandi dæmi skilgreinir tvær klasabreytur, hamark_hradi og lagmark_hradi.
function Bíll() { //Klasinn Bíll skilgreindur } Bíll.hamark_hradi = 90; Bíll.lagmark_hradi = 30;
Hér væri hægt að fá aðgang að kyrrlegu breytunum hamark_hradi og lagmark_hradi beint frá klasanum Bíll.
var BíllHamarkHradi = Bíll.hamark_hradi; //BíllHamarkHradi = 90 var BíllLagmarkHradi = Bíll.lagmark_hradi; //BíllLagmarkHradi = 30