Fara í innihald

Kjölfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjölfar eftir lítinn bát.

Kjölfar er kvika eða iða sem verður til þegar lofttegund eða vökvi streymir umhverfis hlut. Kjölfarið verður til úr því efni sem hluturinn ryður frá sér. Í vatni verður til greinilegt kjölfar þegar farartæki sem bátur ferðast eftir yfirborði þess og nefnist það þá einnig varsími[1] og stundum einfaldlega slóð. Fremst verður til bógalda sem dreifist síðan út til hliðanna og eyðist út.

Orðsifjar og -notkun

[breyta | breyta frumkóða]

Hugtakið „kjölfar“ er dregið af því að þetta er það „far“ sem fylgir skipskili í vatni og er það oft notað í orðasambandinu „í kjölfar“ eða „í kjölfarið“ sem gefur til kynna orsakasamhengi, sagnliðurinn „fylgja í kjölfarið“ merkir að eitthvað leiði af eða sé afleiðing einhvers og að „sigla í sama kjölfar og einhverjir“ merkir að feta í fótspor þeirra eða þræða sömu leið og þeir. Það að „fara í kjölfar einhvers“ merkir að fylgja viðkomandi.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Samheitaorðabók[óvirkur tengill]