Kjóaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kjóaætt (Stercorariidae) er ætt með 7 tegundir sjófugla sem líkjast máfum. Af þeim hafa 5 sést á eyja-svæði Norður-Atlantshafs. Það er sameiginlegt þessum fuglum að þeir ræna aðra sjófugla fæðu, dvelja á hafi úti á veturna og leggja oft langt flug að baki. Þá eru miðfjaðrir stélsins langar. Það getur reynst erfitt að greina tegundirnar þar sem mikill breytileiki er innan einstakra tegunda og auk þess eru þær verulega líkar. Það eru sér í lagi ungarnir sem er erfitt að greina og það krefst góðrar þekkingar á sköpulagi og fluglagi tegundanna.

Í latínu hefur orðstofninn -sterk síður virðulega merkingu en í þýskum málum en í latínu vísar hann til mykju og er það leitt af því að áður fyrr var talið að fuglar sem hann elti "léttu við sig" á flóttanum, en nú í dag er frekar talið að um spýju sé að ræða.

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

skúmur þar sem hann yfirgefur hreiðrið
Skúmsungi
Tegundir kjóaættar
almennt og fræðilegt heiti mynd Lýsing Svæði
Fjallkjói
(Stercorarius longicaudus)
Kjói
(Stercorarius parasiticus)
Ískjói
(Stercorarius pomarinus)
Síle-Skúmur
(Stercorarius chilensis)
Sæskúmur
(Stercorarius maccormicki)
Brún-Skúmur / Suðurskauts-skúmur
(Stercorarius antarcticus)
Skúmur
(Stercorarius skua)