Kirkja heilagrar Súsönnu
Útlit
Kirkja heilagrar Súsönnu (ítalska: Santa Susanna) er kirkja sem stendur á Kvirinalhæð í Róm og er kennd við heilaga Súsönnu frá árinu 565. Hús sem þjónaði því hlutverki að vera fundarstaður kristinna var reist á þessum stað árið 280. Sagt er að húsið hafi opinberlega orðið að kirkju árið 330 í valdatíð Konstantínusar 1.
Sergíus 1. páfi lét gera við kirkjuna á 7. öld en 796 lét Leó 3. páfi endurbyggja hana frá grunni. Framhlið kirkjunnar var fyrsta verkefnið sem svissneski arkitektinn Carlo Maderno fékk í eigin nafni í Róm. Hann lauk við framhliðina árið 1603 en hún hafði mikil áhrif á barokkið í byggingarlist. Framhliðin þótti takast svo vel að Páll 5. páfi fékk Maderno til að ljúka við kirkjuskipið og hanna framhlið Péturskirkjunnar.