Kirigami

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirigami with business cards.jpg

Kirigami (切り紙?) er japanskt pappírsklipp. Það er afbrigði af origami pappírsbroti en í kirigami er pappír bæði brotinn og klipptur. Orðið er dregið af japanska orðinu kiri sem þýðir að skera og kami sem merkir pappír. Vanalega byrjar kirigami með því að pappír er brotinn saman og svo klipptur. Kirigami verk eru ekki límd saman.