Fara í innihald

Kibla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kibla (arabísku: قبلة) er hugtak í Íslam og þýðir: tilbeiðsluátt. Kibla er áttin sem múslími á að snúa sér í þegar hann biðst fyrir. Upphaflega sneru múslímar sér í átt til Jerúsalem en frá 624 til Mekka. Veggskot í moskum sýnir rétta stefnu.