Fara í innihald

Kiautschou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðalhlið kínverskrar hergagnageymslu sem var yfirtekin af þýska sjóhernum árið 1898

Kiautschou (kínverska 膠州, Hanyu Pinyin Jiāozhōu) var landsvæði á austurströnd Kína sem Þýska keisaradæmið leigði af Kínverska keisaradæminu árið 1898. Svæðið nam 552 ferkílómetra. Höfuðborgin var Tsingtau (í dag Qingdao). Bærinn Kiautschou var ekki hluti af nýlendunni en var innan hlutlauss svæðis í kringum nýlenduna undir stjórn Þjóðverja.