Fara í innihald

Khadija

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mekka

Khadija fæddist í Mekka árið 556 e.kr. Móðir hennar var Fatima bint Zayd og faðir hennar Khuwaylid bin Asad. Faðir hennar var mjög virtur kaupsýslumaður og erfði Khadija verslun hans þegar hann lést í Fujjar-stríðinu.

Khadija giftist þremur mönnum og átti börn með þeim öllum. Ýmsar heimildir eru til um hjónabönd hennar en eru þær ekki allar sammála um röð eiginmanna hennar. Flestar þeirra segja að hún hafi fyrst gifts manni að nafni Abu Hala. Þau eignuðust saman tvo drengi, Hala og Hind. Eftir andlát Abu Hala giftist Khadija manni að nafni Atiq og áttu þau saman dóttirina Hindah. Atiq lést og Khadija varð ekkja í annað sinn.

Khadija var fyrsta kona spámannsinns Múhameðs. Hann fór að vinna fyrir Khadiju þegar hann var um tvítugt. Hún var 15 árum eldri en Múhameð en þau giftust og voru hjón í yfir 25 ár. Þau áttu saman sex börn. Fyrsti sonur þeirra var Qasim en hann dó áður en hann náði tveggja ára aldri. Khadija fæddi þá dætur þeirra, Zaynab, Ruqayyah, Umm Hulthum og Fatima. Síðast kom svo Abd-Allah en hann dó einnig ungur.

Khadija dó þegar hún var 65 ára. Hún var grafin á stað sem heitir Hujjun, nálægt Mekka þar sem hún fæddist. Múhameð sjálfur athugaði hvort gröfin væri eins og hún ætti að vera áður en hann lagði Khadiju ofan í hana. Þar með hafði „Móðir allra Múslima“ fallið frá.

Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]